Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru (fyllingin dugar á 6 beygluhelminga)

  • 6 beikonsneiðar, steiktar og hakkaðar
  • 6 harðsoðin egg, skurnin tekin af og eggin hökkuð
  • 1 bolli rifinn cheddar ostur
  • 1/2 bolli majónes
  • 1/2 msk Dijon sinnep
  • 1/4 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk Worcestershire sósa
  • 3 beyglur

Hrærið beikoni, eggjum, cheddar osti, majónesi, dijon sinnepi, hvítlauksdufti og Worcestershire sósu saman.

Kljúfið beyglurnar og hitið þær í 200° heitum ofni í 3-4 mínútur. Setjið þá fyllinguna yfir beyglurnar og hitið í 4 mínútur til viðbótar.


Uppskrift: 
Ljúfmeti og lekkerheit