Tónlistarkonan Hafdís Huld sendi frá sér nýja plötu föstudaginn 11. júní.

Platan hefur fengið heitið Sumarkveðja og inniheldur 13 lög fyrir alla fjölskylduna í nýjum útsetningum.

Plötuna vann Hafdís með eiginmanni sínum Alisdair Wright og fóru upptökur fram í Stúdíó Suðurá í Mosfellsdal.

Segja má að platan sé nokkurs konar framhald af Vögguvísum og Barnavísum sem báðar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár, en Vögguvísur var mest selda platan á Íslandi í fyrra og er komin með yfir 24 milljón streymi.

„Ég held að ég sé ekki ein um að hafa fundist þetta ansi langur covid vetur sem var að ljúka. Öllum tónleikaferðalögum var auðvitað aflýst en ég var mikið að syngja með krökkunum mínum hérna heima og einhvern veginn voru lögin meira og minna um sól og sumar, þannig að ég ákvað að taka upp þessi björtu sumarlegu lög svo að fleiri gætu sungið með“

Platan á Spotify:

Lagalisti

1. Ég á lítinn skrítinn skugga
2. Lóan er komin
3. Vorvindar glaðir
4. Sumar í sveitinni okkar
5. Ég ætla að mála allan heiminn
6. Sumarkveðja
7. Blátt lítið blóm eitt er
8. Komdu niður
9. Sól sól skín á mig
10. Ef ég ætti bát
11. Vikivaki (Vorið kemur)
12. Dátt er blessað lognið
13. Maístjarnan