Háflug með hljómsveitinni Best Fyrir er poppaður rokkari eftir Elmar Sindra Eiríksson (Dalvíking) og Brynjar Davíðsson (Vopnafirðing og Akureyring).

Tekið upp í Hofi, Akureyri af Hauki Pálmasyni í febrúar 2024.

Hljóðfæraleikur er í höndum Best Fyrir:
BinniD syngur,
ElmarE plokkar bassa,
Bergþór Rúnar Friðriksson leikur á gítara og
Pétur Guðjónsson lemur húðir.

Hljómsveitin Best Fyrir var stofnuð í Þorpinu á Akureyri í kennaraverkfallinu 1995. Breiðskífurnar Lífið er aðeins…þessar stundir, 2003 og Á augnabliki…lokar þú augunum, 2009 má finna á Spottanum.

Á seinni plötunni syngur Rúnar Júlíusson lagið ,,Ég þrái að lifa”. Lagið reyndist síðasta lagið sem Rúnar söng á stórkostlegum ferli sínum.

Titillagið Á augnabliki loka ég augunum er svo fyrsta upptaka Eyþórs Inga Gunnlaugssonar á breiðskífu á hans ferli.

Háflug er á Spotify og myndband eftir Friðjón Árna Sigurvinsson er á Túbbunni. 


Aðsent