Tilboð voru opnuð þann 20. október sl. í verkið Íþróttamiðstöð á Siglufirði og barst eitt tilboð að fjárhæð kr. 263.888.268.- sem er 19% yfir kostnaðaráætlun.
Á 673. bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að hafna öllum tilboðum í verkið.
Ástæða höfnunar er að tilboð sem barst var töluvert hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir, ákvörðun bæjarráðs er einnig tekin í ljósi mikillar óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar.