Njörður S. Jóhannsson

Þann 4. apríl síðastliðinn átti þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði 80 ára afmæli.

Af því tilefni var ákveðið að gefa út bók um á þriðja tug líkana hans af norðlenskum hákarlaskipum frá 18. og 19. öld og rekja jafnframt sögu þeirra. Langflest voru úr Fljótum, en sviðið nær að auki yfir á austurströnd Eyjafjarðar og vestur á Skagaströnd.

Höfundur texta er Sigurður Ægisson.

Þau sem hefðu áhuga á að setja nafn sitt á heillaóskaskrá, sem jafnframt er forpöntun á bókinni, geta haft samband við Bókaútgáfuna Hóla ehf. fyrir 5. september.

Netfangið er holar@holabok.is, sími 692-8508. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og heimilisfang.

Bókin er væntanleg á markað í október og verð hennar er 8.000 krónur.

Myndir/aðsendar