Á dag miðvikudaginn 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Dagskráin hefst kl. 10:30 og gestir eru velkomnir í skólann að fylgjast með.
Dagskráin byrjar á því að Guðrún Þorvaldsdóttir og Guðbjörn Hólm, kynjafræðikennarar skólans kynna þema dagsins. Að því loknu vinna nemendur, kennarar og gestir á skapandi hátt úr efninu úr allskyns úrgangsefni sem verður til staðar. Að því loknu verður öllu raðað saman í eitt heildarverk sem tileinkað er baráttudegi kvenna.
Kl. 11 verður Miriam Petra Ómasdóttir Awad með erindi þar sem hún fjallar um fordóma í íslensku samfélagi með áherslu á stöðu erlendra kvenna á Íslandi. Miriam er sérfræðingur og kennari og hennar sérsvið er inngilding og menningarlegur fjölbreytileiki.
Í gær tók Deisi Deisi Maricato kennaranemi forskot á sæluna ef svo má segja og var með á eyðingu regnskóga Amazon en hún er frá Brasilíu. Hún lagði sérstaka áherslu á að sýna hvernig eyðing regnskóganna og loftslagsbreytingar í kjölfarið hefðu áhrif á stöðu frumbyggjakvenna. Hún var einnig með smakkprufur á ýmsu úr heimalandi sínu og það var mikið fjör í eldhúsinu eins og sjá má á þessum myndum.
Eins og fyrr segir eru gestir hjartanlega velkomnir í skólann í dag eins og reyndar alla daga.