Opinn Hátíðarfundur AA-samtakanna í Fjallabyggð verður haldinn í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju föstudaginn langa 18. apríl kl. 16:00

Veitingar verða að hætti hússins og eru AA félagar hvattir til að taka með sér sér fjölskyldu og vini.

Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn 16. apríl 1954, sem bar upp föstudaginn langa. Síðan þá hefur þessi dagur verið hátíðis- og afmælisdagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber uppá. AA-fólk og gestur frá Al-anon, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista tala á fundinum.

Í dag eru starfandi um 360 deildir innan AA-samtakanna um land allt. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku.

Föstudaginn langa, þann 18. apríl 2025 verður einnig hátíðarfundur AA-samtakanna í Háskólabíó.
Fundurinn hefst kl. 20:00 (húsið opnar kl. 19:00).