Eins og Trölli.is greindi frá nýlega þá er verið að setja saman dagskrá fyrir verslunarmannahelgina á Siglufirði.

Ljóst er að ýmislegt spennandi verður um að vera á Siglufirði fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina og verða þeir viðburðir settir saman í heildstæða dagskrá sem auglýst verður með áberandi hætti.

Það eru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu sem munu standa fyrir þessri dagskrá og langar að virkja bæjarbúa með sér til að gera þessa daga að bæjarhátíð.

Könnun var sett upp hér á vefnum þar sem lesendum gafst kostur á að velja úr nokkrum nöfnum á hátíðina.

Eins og skífuritið sýnir var kosningin afgerandi og því var ákveðið að hátíðin skuli heita Síldarævintýri.

Einn stærsti kosturinn við það nafn, er að sögn nokkurra viðkomandi, að nafnið Síldarævintýri er vel þekkt meðal landsmanna sem ætti að gera kynningu á hátíðinni auðveldari. Annað nafn hefði hugsanlega týnst frekar í ólgusjó auglýsinga og kynningar- herferða sem búast má við hvaðanæva af landinu þegar líður á sumarið.

Hér má sjá myndir sem Theódór Júlíusson tók á fyrsta Síldarævintýrinu árið 1991.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.