Hagsmunaaðilar á Siglufirði hafa komið saman nokkrum sinnum undanfarnar vikur til að stilla saman strengi og blása nú til sóknar.

Verið er að setja saman dagskrá fyrir verslunarmannahelgina. Ljóst er nú þegar að ýmislegt spennandi verður um að vera á Siglufirði fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina og verða þeir viðburðir settir saman í heildstæða dagskrá sem auglýst verður með áberandi hætti.

Það eru hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu sem munu standa fyrir þessri dagskrá og langar að virkja bæjarbúa með sér til að gera þessa daga að bæjarhátíð.

Fyrsta skrefið er að fá bæjarbúa til að velja nafn á hátíðina.

Trölli.is hefur nú sett skoðanakönnun á síðuna, þar sem Siglfirðingar eru sérstaklega beðnir um að velja það nafn sem þeim finnst hæfa hátíðinni.