Magnús Eiríksson á Siglufirði er mikill afreksmaður á heimsmælikvarða í sinni íþróttagrein, skíðagöngu. Magnús hefur æft og keppt í skíðagöngu frá unga aldri og er ekkert að draga í land með það þrátt fyrir að vera að nálgast sjötugt.

Magnús að koma í mark í Vasagöngunni 2019

Magnús var að klára sína 23. Vasagöngu í gær, gangan er 90 km. og var hann í 14. sæti í flokki 65 ára og eldri og í 1.906 sæti af 15.800 keppendum.

Vasagangan var haldin í Svíþjóð og er geysivinsæl, í ár voru 15.800 keppendur skráðir til leiks.

Þessi skemmtilega en jafnframt krefjandi ganga, Vasagangan er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi og kemur skíðafólk hvaðanæva að úr heiminum til að spreyta sig á þessari 90 km göngu. Gangan var haldin í fyrsta sinn árið 1922 og mun þetta vera í 95. skiptið sem hún er haldin.

.

Í fyrravetur hafði Magnús unnið allar Íslandsgöngur í sínum aldursflokki  með fullt hús stiga. Íslandsgöngurnar eru 6 að tölu og hefjast á Akureyri, síðan á Ólafsfirði, Reykjavík, Hólmavík, Húsavík og enda á Ísafirði.

Magnús æfir einnig á sumrin

 

.

 

.

Myndir úr einkasafni