Mánudaginn 1. febrúar fóru nemendur 6.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar á gönguskíði í íþróttatímum sínum.

Búið var að troða göngubrautir í kringum skólahúsið við Tjarnarstíg og nutu nemendur sín á gönguskíðum í fallegu vetrarveðri.

Nemendur komu sjálfir með búnað að heiman en þeir sem ekki áttu fengu lánaðan búnað hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar og þeim þakkað kærlega fyrir lánið.

Sjá myndir: Hér

Forsíðumynd/Grunnskóli Fjallabyggðar