Þórarinn Hannesson á og rekur Ljóðasetur Íslands sem er staðsett að Túngötu 5, á Siglufirði, opið er alla daga frá kl. 14.00 – 17.00.

Þar ætlar Þórarinn að vera með lifandi viðburði alla daga í sumar kl. 16.00

Dagskrá næstu daga er að í dag laugardagaginn 30. júní verða flutt lög við ljóð eftir ýmsar skáldkonur.
Sunnudaginn 1. júlí verða lesin og sungin ljóð úr Söngvum förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal.
Mánudaginn 2. júlí hljóma gömul og ný kvæðalög.

Þórarni er margt til lista lagt og í ár eru 40 ár frá því að tónlistarferill hans hófst. Keypt var trommusett fyrir fermingarpeningana og haustið 1978 hóf hljómsveitin Brestur æfingar. Fyrsta æfingahúsnæðið var fyrrum fjós á Litlu-Eyri á Bíldudal. Fyrsta skólaballið var haldið í desember 1978.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal sem N4 tók við Þórarinn á dögunum, um hvað á daga hans hefur drifið og hvað er fram undan.

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndband: N4