Hin norðlenska Guðný María Arnþórsdóttir, betur þekkt sem Páskastjarnan hefur hefur gefið út sitt fyrsta lag á nýju ári. Lagið birtist ásamt tónlistarmyndbandi á YouTube, fjallar það um týnd náttföt og ber nafnið Pyjamas.

Guðný María hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka sviðsframkomu og gefur sig út fyrir að mæta í einkasamkvæmi til að dansa og syngja. Hún segir sjálf ” Ég elska að koma í gigg til þin. Þú finnur mig á facebook, snappinu “gmariaarn” og gudny_maria á instagramm”.

Lag og texti er eftir Guðnýju og sér hún um undirspil, útsetningu, upptöku, söng og vídeó.Skjáskot: úr myndbandi