Þau stórtíðindi bárust á dögunum að Hilmari Símonarsyni kraftlyftingamanni í Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar var boðin þátttaka í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður í Svíþjóð 3-12. desember næstkomandi.

Nú er allt erfiðið heldur betur að skila sér hjá Hilmari, hann hefur ekkert látið stoppa sig hvorki Covid-19 né neitt annað og er að uppskera eftir því.

Þetta er mögnuð viðurkenning fyrir Hilmar og verður spennandi að fylgjast með átökum hans fram að móti.

Mynd/Björn Valdimarsson