Björgunarsveitin Strákar sinnti óveðursútköllum í gær þegar skall á með norðan hvassviðri á Siglufirði.

Kolvitlaust veður á Siglufirði

Vindhviður fóru í 45 m/s á veðurstöð Vegagerðar við Saurbæjarás og líklegt að hviður innan bæjarins hafi verið enn öflugri um tíma.

Þakplötur, þakpappi og ýmsir lausamunir fuku um bæinn og átti björgunarfólkið erfitt með að athafna sig í verstu hviðunum.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar