Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á Vesturlandi – Íbúðir í byggingu og lausar lóðir í Fjallabyggð

Á síðasta ári 2017 var unnin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) greining á íbúðamarkaðnum þar sem send var fyrirspurn til allra sveitarfélaga á landinu,  um íbúðir í byggingu og tilbúnar lóðir og er niðurstaða þeirrar könnunar birt í meðfylgjandi riti Fasteignamarkaður á Vesturlandi (sjá einkum á bls. 33-36 á þessari slóð)

Sambærileg könnun var gerð meðal sveitarfélaga í október 2018, sem liður í eftirfylgni til að skoða betur hver þróunin er milli ára þar sem staðan á fasteignamarkaði er talin einhver mikilvægasti þáttur til búsetu um land allt.

Í könnun SSV var spurt um:

  • fjölda tilbúinna lóða og íbúða í byggingu, annars vegar í lóðum talið og hins vegar húseiningum talið.
  • um atvinnuhúsnæði og sumarbústaði til þess að fá tilfinningu fyrir umfangi á byggingamarkaðnum almennt og atvinnulífi staðanna – en umsvif á fasteignamarkaði eru gjarnan vísbendingar fyrir væntingum heimamanna (jákvæðar/neikvæðar) sem er forsenda vaxtar.

Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í  Hagvísum Vesturlands um fasteignamarkaðinn síðar á þessu ári eða í byrjun þess næsta.
Niðurstöður könnunar vegna Fjallabyggðar eru eftirfarandi:

1. Hvað eru margar íbúðir í byggingu í þínu sveitarfélagi?

2017: 1
2018: 1

 

2. Hvað eru margar lóðir tilbúnar til úthlutunar í þínu sveitarfélagi, þar sem gatnagerð er ekki lokið?

2017: 20
2018: 26

 

3. Hvað eru margar lóðir tilbúnar til úthlutunar í þínu sveitarfélagi, þar sem gatnagerð er lokið og lóðarhafi getur hafið byggingu?

2017: 7
2018: 8

 

4. Hvað myndi íbúðum fjölga mikið í sveitarfélaginu þegar byggingu á tilbúnum lóðum skv. svari við spurningu 2 er lokið?

2017: 32
2018: 59

 

5. Hvað myndi íbúðum fjölga mikið í sveitarfélaginu þegar byggingu á tilbúnum lóðum skv. svari við spurningu 3 er lokið?

2017: 7
2018: 8

 

Sjá frétt á fjallabyggd.is