Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð stendur fyrir opnum fundi um samgöngumál.

Opinn fundur um samgöngumál verður haldinn laugardaginn 27. október nk. í Ráðhúsinu á Siglufirði kl. 10:00

Ræðumaður verður Jón Gunnarsson þingmaður sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ber fundurinn yfirskriftina “það er til önnur leið”.

Fundarstjóri verður Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs Fjallabyggðar.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur og eru allir hjartanlega velkomnir.

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð.