Hefðbundin kennsla fellur niður í Menntaskólanum á Tröllaskaga eftir kl. 10:30 miðvikudaginn 12. september þegar skólinn gerir sér dagamun til að bjóða nýnema skólans velkomna.

Góðir gestir munu koma í heimsókn og líf og fjör verður vonandi bæði úti og inni.

Á nýnemadeginum verður keppt í sápubolta (ef veður leyfir), hægt verður að fara í sund og prófa ýmislegt innanhúss.

Tölvuklúbburinn kynnir starfsemi sína og nemendur MTR hafa tækifæri á að kynnast stefnumálum þeirra sem bjóða sig fram til setu í nemendaráði Nemendafélagsins Trölla. Í kjölfarið hefst svo rafræn kosning fyrir nemendur í nemendaráð MTR.

Að sjálfsögðu verða veglegar veitingar að hætti Bjargar.

 

Frétt og mynd: MTR