Lögreglan á Norðurlandi eystra tók ökumann á ofsahraða í Öxnadal rétt fyrir hádegi í gær en bifreið hans mældist á 177 km hraða en á umræddum vegkafla er hámarkshraði 90 km/klst.

Var ökumaður færður á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Lögreglan hvetur alla ökumenn til að virða hámarkshraða og aka eftir aðstæðum.

Mynd: Lögreglan