Á facebooksíðu Langlífis segir að árið 2018 hafi meðalævilengd íslenskra karla verið 81,0 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár á Íslandi segir á vefsíðu Hagstofunnar. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans.

Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd.

Undanfarin ár hafa svissneskir karlar, einir evrópskra karla, getað vænst þess að lifa lengur en þeir íslensku. Konurnar eru í sjöunda sæti í Evrópu en þær spænsku lifa lengst.

Af töflum Hagstofunnar má sjá að um 85% karla og 91% kvenna ná sjötíu ára aldri og að 24% karla og 33% kvenna ná níutíu ára aldri