Þann 8. maí árið 2021 munu strákarnir sem komu, sáu og sigruðu Söngkeppni framhaldsskólanna í september 2020 gefa út sitt fyrsta lag. Lagið heitir ‘Aleinn á nýársdag’ og kemur út á öllum helstu streymisveitum. Einnig kemur út myndband við lagið á Youtube þann sama dag. Þessir drengir hafa spilað saman í mörg ár og er loksins komið að því að þeir gefi út sitt efni.

Hljómsveitina skipa:
Hörður Ingi Kristjánsson – hljómborðsleikari
Júlíus Þorvaldsson – söngvari og gítarleikari
Mikael Sigurðsson – bassaleikari
Tryggvi Þorvaldsson – söngvari og rafmagnsgítarleikari

Aðrir hljóðfæraleikarar:
Guðmann Sveinsson – rafmagnsgítar og raddir
Rodrigo dos Santos Lopes – trommur
Gunnar Smári Helgason –  mix og masterig

Tengiliður – Tryggvi Þorvaldsson: 896 2424.

Strákarnir hafa komið víða við og hafa meðal annars tekið þátt í Músiktilraunum og Söngkeppni Samfés. Strákarnir eiga allir heima á Siglufirði og eru nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem þeir stunda nám á tónlistarbraut skólans.

Frétt og myndband frá Söngkeppni framhaldsskólanna:

Rúv:  https://www.ruv.is/frett/2020/09/26/tryggvi-og-julius-fra-trollaskaga-unnu-songkeppnina
Mbl: https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/09/26/tviburar_fra_trollaskaga_sigrudu/
Mannlíf: https://www.mannlif.is/sed-og-heyrt/tryggvi-og-julius-unnu-songkeppni-framhaldsskolanna/
Vísir: https://www.visir.is/g/20202017229d
Söngkeppni framhaldsskólanna:  https://www.songkeppni.is/2020/
Facebook: https://www.facebook.com/MTHJ.music
Instagram: https://www.instagram.com/mthj.music