Eitt af lögbundnum hlutverkum slökkviliða á Íslandi er björgun fólks úr fastklemmdum aðstæðum og á það við t.d. um bíla eða ef það hefur orðið hrun eins og eftir jarðskjálfta.

Slökkviliðsmenn í Fjallabyggð æfðu í vikunni notkun með þeim búnaði sem þarf til. Fengu þeir góðfúslegt leyfi til þess að nota gámastæður á Siglufirði til að nota búnaðinn.

Jafnframt var þetta síðast æfing ársins 2023. Árið hefur gengið vel og er liðið í dag ein heild í þeim verkefnum sem geta komið upp segir á facebook síðu Slökkviliðsins.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar