Vegna appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofunnar hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar í dag.

Viðvörun þessi er í gildi fram til miðnættis í kvöld og því útlit fyrir afar slæmt veður í öllum firðinum.

Mikilvægt er að brýna fyrir íbúum að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og í því sambandi minnt á að Veðurstofan spáir snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni og engu ferðaveðri