56 keppendur voru skráðir til leiks í Sigló Open 31. júlí, en 3 þeirra mættu ekki og voru keppendur 53 talsins.

Rjóma blíða var á vellinum allan daginn og völlurinn í topp standi, keppendur mjög ánægðir með daginn og mótið.
Keppt var í punktakeppni með forgjöf í karla og kvennaflokki og 1 sæti í höggleik.

Karlaflokkur í punktakeppni:

  1. Þorsteinn Jóhannsson – 37 punktar
  2. Ólafur Þór Ólafsson – 36 punktar
  3. Guðjón Marinó Ólafsson – 35 punktar

Kvennaflokkur í punktakeppni:

  1. Jana Ebenezersdóttir – 38 punktar
  2. Jóhanna Þorleifsdóttir – 34 punktar
  3. Hulda Guðveig Magnúsdóttir – 31 punktur

Höggleikur:

  1. Jóhann Már Sigurbjörnsson – 75 högg

Lengsta teighögg karla: Jóhann Már Sigurbjörnsson
Lengsta teighögg kvenna: Fanný Bjarnadóttir
Næstur holu: Þórhallur Axel, Anton Ingi Þorsteinsson, Þorgeir Ver

Í restina var síðan dregið úr nokkrum skorkortum og nokkrir heppnir fengu vinninga.

Myndir/Golfklúbbur Siglufjarðar