Fjöldi smitaðra aldrei verið meiri en nú á Norðurlandi eystra segir á facebooksíðu Lögreglunnar í umdæminu.

Í dag eru 144 í einangrun og þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit.

Staðan í umdæminu 5. október

92 með Covid-19 á Norðurlandi eystra – Aðallega börn og unglingar

Hins vegar jákvætt er að fjöldi fólks er að komast út úr sóttkví og eru annasamir dagar hjá HSN í skimun. Í gær voru tekin tæplega 700 sýni og má reikna með svipuðum fjölda í dag.

Fólk er hvatt til gæta vel að sér og viðhalda persónulegum smitvörnum.