Oskar Brown verður í beinni útsendingu frá Studio 7 á Englandi og ætlar að koma þér og þínum í stuð fyrir helgina.

Oskar hefur eytt síðustu dögum í það að fara í gegnum plötusafnið til þess að velja réttu lögin fyrir þáttinn.

Hann segir að þetta hafi verið með eindæmum erfitt þessa vikuna en einhvern veginn hafi þetta allt saman skriðið saman á síðustu stundu og að hann sé pottþéttur á því hlustendur FM Trölla verði ánægðir með lagavalið.

Ásgeir, Bay City Rollers, Doddi, Haki, Rag’n’Bone Man, Ruby Moss, Star Pixel, og Todmobile, eru á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag.

Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is