Útgáfuhóf
Listaverk í leiðinni
Ljóðasetur íslands – Föstudag 15. mars kl. 20.00
Í tilefni af útgáfu 6. ljóðabókar Þórarins Hannessonar. Ljóðin voru samin um listaverk sem bar fyrir augu höfundar í ferð til Tenerife vorið 2018.
Léttar veitingar – Lifandi tónlist
Tröllahjónin Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári munu sýna nýjustu brúnkuna frá Tenerife.
Allir velkomnir

Frá Tenerife

 

Texti af baksíðu kversins
Í þessu hefti er að finna ljóð sem Þórarinn Hannesson orti um ýmis listaverk
sem bar fyrir augu í ferð til eyjarinnar Tenerife í maí og júní árið 2018.
Listaverkin voru af ýmsu tagi, ljósmyndir, styttur, höggmyndir, skúlptúrar,
útskurðar- og mósaíkverk sem og lifandi listaverk náttúrunnar.

Verkin voru leituð uppi með gönguferðum um strandir og hverfi,
yfirleitt að morgni dags, og svo ort um þau síðari hluta dags,
eftir leik í sjó og sandi í geislabaði hinnar gullnu sólar.

Upplagt er fyrir þá fjölmörgu sem heimsótt hafa þessa sælueyju
að reyna að átta sig á um hvaða listaverk er ort hverju sinni.
Sum viðfangsefnanna eru áberandi á svæðinu, önnur eru minna þekkt
og enn önnur aðeins sjáanleg þeim sem gista ákveðin herbergi.

Höfundur er stofnandi og forstöðumaður Ljóðaseturs íslands,
sem er á Siglufirði, og er þetta hans sjötta ljóðabók.

Frá Tenerife

 

Frá Tenerife

 

Myndir Þórarinn Hannesson