Eins og nafn lagsins gefur til kynna er ástin yrkisefnið, þetta yndislega flókna fyrirbæri sem getur rænt mann ráði og rænu og snúið heiminum á hvolf.

Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Eins og í fyrri lögum Slagarasveitarinnar er það Halldór Ágúst Björnsson sem stjórnar upptökum og útsetur lagið ásamt Ragnari Karli Ingasyni.

Valdimar H. Gunnlaugsson syngur, Geir Karlsson spilar á bassa, Helgi Hannesson á píanó og Ragnar Karl Ingason á gítar og mandólín.

Í bakröddum eru Ástrós Kristjánsdóttir, Skúli Þórðarson, Stefán Ólafsson auk Geirs og Ragnars Karls.

Lag og texta samdi Ragnar Karl Ingason.

Þess má geta að Slagarasveitin stefnir að útgáfu á sinni fyrstu plötu næsta sumar.