Læðan Skriða sem búsett er á Hvammstanga er týnd og hennar er sárt saknað. Hvarf hún að heiman í gærmorgun.

Það er mjög ólíkt henni að vera úti lengur en í mesta lagi tvo klukkutíma, því hún er mjög heimakær, svo er hún steingeld svo hún er ekki á flakki af þeim sökum.

Sterkur grunur er um að hún hafi lokast einhversstaðar inni. Íbúar Hvammstanga og nágrennis eru beðnir um að svipast eftir henni  í geymslum, bílskúrum, lokuðum herbergjum á vinnustöðum og þessháttar.

Hún er loðin, dökkyrjótt með gula ól með endurskini, og merkispjaldi með hjarta sem á stendur Skriða og símanúmer eigenda Skriðu, Birtu Þórhallsdóttur 865-4098.

Allar ábendingar um ferðir hennar eru líka vel þegnar eða ef einhverjum dettur einhver staður í hug þar sem hægt er að leita að henni. Hún gæti auðvitað líka hafa óvart stokkið upp í skott á bíl eða í flutningabíl og endað einhversstaðar annarsstaðar.

Skriða

 

Skriða er afar heimakær