Í vikunni fór árshátíð nemendafélagsins Trölla í MTR fram þar sem nemendur og kennarar komu saman á sal skólans og áttu góða samveru.

Nemendaráð sá að venju um undirbúning og var mikið líf og fjör í skólanum þegar hann stóð sem hæst.

Framkvæmdin gekk svo að óskum og allir skemmtu sér vel. Boðið var upp á veitingar að hætti unga fólksins s.s. sushi, pizzur og kebab og runnu þær ljúflega niður.

Síðan voru heilasellurnar virkjaðar í spurningakeppnum af ýmsu tagi í blönduðum liðum nemenda og kennara og verðlaun afhent að lokinni spennandi keppni.

Ýmislegt fleira var til gamans gert og ekki mátti gleyma að stilla sér upp fyrir framan myndavélina í góðra vina hópi. Myndir

Mynd KAG