Eitt af markmiðum Síldarævintýrisins er að sýna hvað Siglufjörður og Fjallabyggð hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk.
Hvað tónlistina varðar þá er það nær eingöngu heimafólk sem sér um þá hlið. Á Siglufirði starfa nokkrar hljómsveitir og sönghópar og meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru hljómsveitirnar Ástarpungarnir og Landabandið, auk þess sönghópurinn Dívurnar, tvíeykin Stulli og Tóti og Ragna Dís og Fannar auk nokkurra trúbadora; allt heimafólk.
Það er svo sjálfur KK sem á lokatónana á sunnudagskvöldi með tónleikum á Kaffi Rauðku – Forsvarsmenn Síldarævintýris eru í óða önn að finna út hvernig hann er tengdur Siglufirði.