Fyrir páskafrí fékk Grunnskóli Fjallabyggðar góða heimsókn í skólann.
Það var Íris Tanja Flygenring sem kom á vegum Samtakanna 78 og heimsótti nemendur í 4. -10. bekk auk þess sem hún hélt fræðsluerindi fyrir starfsfólk skólans.
Um kvöldið var svo fræðsla fyrir foreldra. Í heimsókninni fjallaði Íris um hinseginleika, hvað það þýðir að vera hinsegin og hvert sé hægt að leita fyrir stuðning og aðstoð.
Í lok hverrar fræðslu var opnað fyrir nafnlausar spurningar og þeim svarað eftir bestu getu. Heimsóknin tókst mjög vel og voru nemendur opnir og jákvæðir og sköpuðust oft góðar umræður í bekkjunum.
Mynd og heimild/Grunnskóli Fjallabyggðar