Kjördæmasambönd Framsóknar hafa ákveðið aðferð við val á framboðslista.

Samstaða var mikil á kjördæmaþingunum um aðferð við val, tillögurnar voru í öllum tilvikum samþykktar með yfir 90% atkvæða.

 • Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 16. febrúar til og með 13. mars 2021.
  • Kosið verður um fimm efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða fyrir miðnætti laugardaginn 16. janúar 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 1. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
 • Í Norðausturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 1. mars til og með 31. mars 2021.
  • Kosið verður um sex efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða á föstudaginn 29. janúar 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 14. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

Alþingiskosningarnar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Skoða allar nánari upplýsingar á framsokn.is