Sæunn Stefánsdóttir, forstöðukona Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður setursins á Norðurlandi vestra komu í heimsókn í Ráðhús Húnaþings vestra í gær og funduðu með sveitarstjóra.

Tilefni heimsóknarinnar var að kynna starfsemi setursins og skoða möguleika á samstarfi þess og sveitarfélagsins.

Færðu þau jafnframt þær ánægjulegu fréttir að frá og með 1. september hefur setrið tekið á leigu skrifstofuaðstöðu á Hvammstanga. Styrkir það starfsemi þess enn frekar og gefur tækifæri til eflingar starfseminnar.

Forsíðumynd, Sæunn Stefánsdóttir, forstöðukona stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri og Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Norðurlands vestra.

Mynd/ hunathing.is