Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1820 Mitsubishi ASX (2018-2020), Eclipse Cross (2018-2021) og Outlander (2017-2020). Ástæða innköllunarinnar er að vegna forritunarvillu er mögulegt að ákeyrsluviðvörunarkerfi að framan, greini ranglega myndir frá myndavél bílsins og virki sjálfvirka hemlun og viðvörunarskilaboð.
Viðkomandi bifreiðaeigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.
Mynd/ af netinu