Klukkan 11:00 í morgun, sunnudaginn 8. júlí, var helgistund, með léttum brag, við minnisvarðann á Kirkjuhól, sem er rétt ofan við prestsetrið Hvanneyri á Siglufirði. Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Sturlaugur Kristjánsson lék undir almennum söng, og voru sungin sjómannalög.
Fjölmenni var við athöfnina sem Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Ólafsfirði stýrði.

Færeyingar og forseti
Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur og tók þátt í athöfninni með öðrum gestum. Meðal þeirra voru Færeyingar sem nú dvelja á Siglufirði í tilefni Strandmenningar hátíðar sem staðið hefur síðan á miðvikudag, en fer nú brátt að ljúka.

Nokkrir úr árgangi 1958 með forsetanum.
Einnig var viðstaddur nokkur hópur úr árgangi 1958 sem er hér á árgangsmóti.

sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sr. Sigurður Ægisson og hr. Guðni Th. Jóhannesson
Minnisvarðinn á Kirkjuhól var reistur til minningar um allar þær kirkjur sem þar stóðu frá 1614-1890.
Texti: Gunnar Smári Helgason
Forsíðumynd: Sigurður Ægisson
Aðrar myndir: Hörður Júlíusson