Nú hefur Trölli.is verið í loftinu í rúma tvo mánuði, hefur gestafjöldi og flettingar farið fram úr björtustu vonum aðstandenda Trölla.is og eru þeir afar þakklátir fyrir jákvæðar undirtektir. Í júnímánuði voru flettingar 32.292, eða rúmlega 1000 flettingar á dag og fjöldi innlita 16.477. Nýir notendur sem skoðuðu vefinn voru alls 4.292.

Trölli.is er áskrifandi af virkri vefmælingu hjá Modernus.is og getur þar rýnt í allskonar tölfræði, síðuflettingar eftir löndum, borgum og er gaman að sjá hvað Trölli.is er lesinn víðs vegar um heiminn.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir