Laugardaginn 6. apríl síðastliðinn keppti Hilmar Símonarsson fyrir hönd KFÓ á Bikarmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum og sigraði sem stigahæsti lyftarinn í karlaflokki.
Alls tóku 27 karlar þátt í mótinu.
Hilmar var svolítið frá sínu besta en dugði þó til sigurs bæði í -74kg flokki og “overall”, en veikindi settu strik í reikninginn.
Fékk hann allar lyftur gildar og lyfti best í hnébeygju 210kg (-10kg frá besta), 137,5 kg í bekkpressu (bæting um 2,5 kg) og 225 kg í réttstöðu (-2,5 kg frá besta).
Mynd og heimild/KFÓ