Króksmóti, knattspyrnumóti drengja í 6. og 7. flokki sem fara átti fram 7. – 9. ágúst hefur verið aflýst vegna nýrra samkomutakmarkana.

Í tilkynningu frá unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls segir:
“Í ljósi nýrra samkomutakmarkana sem miða við 100 manns þá verðum við því miður að aflýsa Króksmótinu í ár….Við þökkum fyrir góðar viðtökur og óskum ykkur velfarnaðar. Sjáumst á næsta ári.“

Heimild: feykir.is