Hinsegin dagar verða haldnir hátíðlegir 8. til 17. ágúst en í ár mun gleðigangan í fyrsta skipti byrja við Hallgrímskirkju og vinna sig niður skólavörðustíg og enda í hljómskólagarðinum.
Saga Pride hátíðarinnar hófst hér á landi fyrir 20 árum síðan að fyrsta hinsegin hátíðin var haldin þá.
Fjallabyggð fagnar fjölbreytileikanum í samfélagi manna með því að mála gangbrautir í öllum regnbogans litum.
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.
Að þessu sinni leggur gleðigangan af stað frá Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, stundvíslega kl. 14:00 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar að göngu lokinni.
Þátttakendur sem ætla að vera með atriði í gleðigöngunni skulu sækja um eigi síðar en 1. ágúst. Sjá nánar hér.