Hljómsveitin Brek gefur út sína fyrstu breiðskífu, en platan inniheldur 11 frumsamin lög og kemur út á vínyl og geisladisk föstudaginn 25.júní 2021.
Til að fylgja plötunni eftir mun hljómsveitin halda í tónleikaferð um landið og koma víða við.
Sama dag kemur út stuttskífa á allar helstu streymisveitur. Lagið heitir Stúlka ein og er auk þess upphafslag plötunnar. Til að fagna útgáfunni blæs hljómsveitin til tónleika á Café Rosenberg fimmtudaginn 24. júní kl. 20:30. Í framhaldinu heldur sveitin í tónleikaferðalag um Vestur- og Norðurland. Miðasala fer fram á Tix.is.
Tónleikar:
Fim 24. júní – Reykjavík, Café Rosenberg
Fös 25. júní – Borgarnes, Landnámssetrið
Lau 26. júní – Hvammstangi – Félagsheimilið
Mið 30. júní – Sauðárkrókur – Kaffi Krókur
Fim 1.júlí – Dalvík – Gísli,Eiríkur & Helgi
Fös 2. júlí – Ólafsfjörður, Kaffi Klara
Sun 4. júlí – Hólar í Hjaltadal, Hóladómkirkja
Þri 6. júlí – Akureyri, Akureyri Backpackers
Meðlimir BREK eru:
Harpa Þorvaldsdóttir- söngur og píanó
Jóhann Ingi Benediktsson – gítar og söngur
Guðmundur Atli Pétursson – mandólín og bakraddir
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi og bakraddir
Brek gaf út nokkur lög á árinu 2020 og ber þar helst að nefna lagið Fjaran sem ómað hefur á öldum ljósvakans. Sveitin hlaut tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir EP plötu sína í flokknum Plata ársins, þjóðlagatónlist. Auk þess hefur hljómsveitin tekið þátt í tveimur alþjóðlegum verkefnum nýlega – Global Music Match haustið 2020 og Folk Unlocked í febrúar 2021.
Hin órafmagnaða tónlist sveitarinnar sækir áhrif víða að m.a. úr íslenskum þjóðlagaarfi, skandinavískri og bandarískri þjóðlagatónlist, jazzi og fleiru. Áhersla er lögð á vandaða íslenska texta en jafnframt að skapa stemningu sem er grípandi og þægileg, en þó krefjandi á köflum.
Nánari upplýsingar má nálgast á www.brek.is