Fussumsvei gaf út sitt fyrsta lag ,,Það verður gaman” þann 11. ágúst.
“Þetta er svona hress slagari með stuðívafi.”
FM Trölli er með lagið í spilun.
Fussumsvei tók þátt í Músíktilraunum 1998 en spilaði lítið eftir það nema einstaka sinnum fyrir vini og kunningja. Nú er hljómsveitin að vakna úr dvala og gefur út þetta stuðlag sem allir ættu að geta sungið og trallað með.
Í þessu lagi spila Kolbeinn Tumi Haraldsson orgel bakraddir, Valur Arnarson söngur, Ólafur Brynjar Bjarkason gítar, Garðar Guðjónsson bassi og Sigurður Bragason trommur.