OECD: Hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga hvergi hærra nema í Noregi og Sviss

Ísland er í þriðja sæti í nýrri samantekt OECD sem sýnir hlutfall lækna og hjúkrunarfræðinga á hverja 1.000 íbúa í 32 ríkjum. Læknar eru hér 3.89 á hverja 1.000 íbúa og hjúkrunarfræðingar 15.73. Hæst er hlutfallið í Noregi og næsthæst í Sviss. Viðmiðunarárið í upplýsingum OECD er 2020 eða nýjustu tiltæk gögn fyrir þann tíma. Stofnunin bendir á að ríki sem standa vel hvað þetta varðar séu betur í stakk búin en önnur til að takast á við heimsfaraldur COVID-19 meðan hann varir.

Skoða á vef Stjórnarráðsins