Hópur hundaþjálfara á Íslandi hefur tekið sig saman með því markmiði að búa til umhverfi til að styrkja tengslanet fólks sem vinnur með hunda.

Hópurinn hefur sett saman skemmtilega og fræðandi ráðstefnu þar sem reynsluboltar halda fyrirlestra og svara spurningum.

Veitingar, happdrætti, góð tilboð á ýmsum vörum verða í boði þennan dag en ráðstefnan er liður í að bæta hundamenningu á Íslandi.

Til að taka af allan vafa, þá viljum við koma því á framfæri að áhugafólki um hunda og þjálfun þeirra, eru einnig velkomin.