Upp hafa komið umræður af og til undanfarin ár um aðstöðuleysi fyrir hundahald hér í Fjallabyggð.

Á 613. fundi bæjarráðs frá 25. júlí var lagt fram erindi Söndru Þórólfsdóttur Beck og Benedikts Snæs Kristinssonar, dags. 10.07.2019 ásamt undirskriftalistum íbúa er varðar ósk um að sveitarfélagið komi upp afgirtum hundasvæðum í báðum byggðarkjörnum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn tæknideildar og upplýsingum um fjölda skráðra hunda í sveitarfélaginu og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.