Veðurlag næstu daga einkennist af suðlægum áttum og hlýindum.

Í dag verður suðvestlæg átt, yfirleitt á bilinu 8 til 18 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Léttskýjað verður norðaustan- og austanlands, en annars skýjað með mögulegri lítilsháttar vætu á stöku stað. Gert er ráð fyrir að rofi til víða þegar líður á daginn og að vind lægi síðdegis. Hiti verður á bilinu 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á morgun verður hæð yfir Færeyjum sem veldur suðlægri eða breytilegri átt og fremur hægum vindi. Þá verður að mestu léttskýjað, nema norðvestantil þar sem vænta má strekkingi og einhverrar lágskýju fyrripart dags. Hiti verður víða á bilinu 11 til 20 stig og áfram má gera ráð fyrir hlýju og björtu veðri víðast hvar.

Á miðvikudag heldur suðlæg átt áfram með björtu og hlýju veðri, þó má búast við meiri skýjahulu vestantil að morgni.

Mynd/Veðurstofa Íslands