Það fer hver sína leið að því að halda upp á stórafmæli. Þau hjónin Hörður Júlíusson og Sigurlaug Hauksdóttir sem bæði urðu 60 ára á dögunum ákváðu að njóta tímamótana með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og vinum á sólarströnd.

Höddi 60 ára

En Höddi Júll eins og hann er gjarnan nefndur bætti um betur og ákvað að best væri að auðkenna allan hópinn svo ekki færi á milli mála að þarna væru Siglfirðingar á ferð. Hafði hann samband við æskuvin sinn Halldór Einarsson kenndan við Henson, en þeir spiluðu saman fótbolta í Val í denn. Henson tók erindinu vel og saman hönnuðu þeir bolina sem eru merktir öllum með nafni og aldri.

Henson varð það víst að orði þegar bolirnir voru afhentir “Höddi ég get sagt þér það ég ég er búinn að taka þátt í mörgu um æfinga, en þetta er það flottasta eða skondnasta sem ég hef gert”.

Það fer ekki framhjá neinum að hópurinn er ættaður og/eða búsettur á Siglufirði

Sigurlaug eða Silla Hauks eins og hún er oftast nefnd hafði ekki hugmynd um þetta, en Rut Hilmarsdóttir tengdadóttir þeirra hjóna var honum innan handar með stærðir. Þeir úr fjölskyldunni sem ekki komust með í ferðina fá sína boli þegar þau koma heim úr fríinu.

Á afmælisdegi Hödda var öllum hópnum boðið út að borða og afhenti hann þá bolina og varð mikil ánægja með þá, þetta vakti mikla athygli allra sem á vegi þeirra urðu þetta kvöld.

Það eru allir merktir með nafni og aldri

 

Trölli.is óskar þeim hjónum innilega til hamingju með afmælin og velfarnaðar á komandi árum

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: úr einkasafni