Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna færðar og óveðurs. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu í kvöld.

Þetta kemur fram á facebookfærslu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Þeir sem eru á ferðalagi um svæðið eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri næsta sólarhringinn.

Appelsínugul viðvörun verður á svæðinu frá ellefu í kvöld til kl. sex í fyrramálið.