Baggalútur og Sigga Beinteins snúa bökum og taka höndum saman og senda frá sér jólabaðbombuna Hótel á aðfangadag. Lagið var fyrst flutt á jólatónleikum Baggalúts 2023 þar sem Sigga þeytti þakinu af Háskólabíói með óviðjafnanlegum flutningi sínum og hugvíkkandi túlkun.

Þetta lag verður klárlega á jólalagalista FM Trölla um ókomna tíð.

Lagið er erlent en textinn íslenskari en maltöl og hangikjöt samanlagt. Þar er fjallað um angist tegundarinnar Homo Sapiens andspænis yfirþyrmandi, alltumlykjandi almætti jólanna og uppgjöf hins stritandi góðborgara gagnvart ægivaldi þeirra. Hispurslaus og heillandi frásögn sem lætur engan ósnortinn.

En svo er lagið líka ógeðslega skemmtilegt.

Lagið kom út 15. nóvember og má finna á streymisveitum hingað og þangað í síkviku vöruhúsi gagna og gamans á internetinu.

Lagið á Spotify

Hótel á aðfangadag (Total eclipse of the heart)

Lag: Jim Steinman
Texti: Bragi Valdimar Skúlason
Sigríður Beinteinsdóttir: Söngur
Kristbjörn Helgason: Söngur
Guðmundur Pálsson: Raddir
Karl Sigurðsson: Raddir
Jón Valur Guðmundsson: Raddir, Slagverk
Bragi Valdimar Skúlason: Raddir, Slagverk
Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir: Raddir
Bryndís Jakobsdóttir: Raddir
Kristinn Snær Agnarsson: Trommur
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: Bassi
Guðmundur Kristinn Jónsson: Bassi, gítar
Eyþór Gunnarsson: Hljómborð
Guðmundur Pétursson: Gítar
Hljóðritað í Hljóðrita
Upptökur: Guðmundur Kristinn Jónsson, Eyþór Gunnarsson, Jón Valur Guðmundsson
Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Guðmundur Kristinn Jónsson
Stjórn upptöku: Guðmundur Kristinn Jónsson
Ljósmynd: Guðmundur Kristinn Jónsson
Grafík: Brandenburg


Aðsent