Kynning verður í dag, mánudaginn 9. okt. kl.19:00 á hreysti klúbb fyrir fatlaða notendur í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.

Klúbburinn er fyrir fatlaða notendur 18 ára og eldri sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð.

Markmið klúbbsins er kynnast íþróttum og tómstundum. Klúbburinn mun hittast 1 sinni í viku á mánudögum milli kl.18:30-19:30, Valdís Guðbrandsdóttir mun leiða starf klúbbsins.

Markmið klúbbsins er að kynnast íþróttum, tómstundum og eiga samverustundir með ýmsum uppákomum.

Frekari fyrirspurnar berast til Valdísar Guðbrandsdóttur á valdis@dalvikurbyggd.is.